Þá erum við komin með internetnið og get ég því farið að blogga aftur! Eða allavega segja frá því helsta sem við erum að gera.
Það er nú alveg rosalega margt búið að gerast hjá okkur. Erum flutt í nýja íbúð og erum alveg þvílíkt ánægð með það. Tók nú reyndar sinn tíma að fá internetið í íbúðina eða um 3 mánuði. Náttúruelga ekki hægt! En kunnum því auðvitað að meta það mun betur.
Salone var í síðustu viku og Hafsteinn var að sýna napbook, slim chips & Growing Jewellery í Kartell showroominu ásamt félaga sínum honum Gio Tirotto. Það var alveg þvílikt stuð í opnunarpartýinu og troðið út að dyrum. Sýningin gékk rosalega vel og Hafsteinn er búinn að fá mikla umfjöllun eftir hana.
Það er sko aldeilis komið sumar hérna í Milano.. Búið að vera um 26 stig og sól! Og við erum auðvitað að elska það!!! Yndislegt að geta komið við í garðinum eftir skóla/vinnu og setjast í smá stund og njóta þess!
Maí mánuður er að fara að vera rosalega busy hjá mér, próf og verkenfaskil í hverri viku. Það verður aldeilis gott að klára þetta. Júní mánuður er svo hins vegar rólegri, eða þá er ég í rauninni búin með alla kúrsana nema einn sem er lokaverkefnið og við þurfum að skila því 7 júlí. Við stefnum því að koma heim í lok júlí - byrjun ágúst og vera heima í svona ca 5-6 vikur.
Það væri nú líka gaman að vita ef það er einhver er að lesa bloggið ennþá haha! Er svo skelfilega löt við þetta svo það eru örugglega allir búnir að gefast upp.
Læt þetta duga í bili, hérna koma nokkrar myndir frá síðustu vikum.
Buona notte,
KS
Hafsteinn útí í blíðunni í Mars
...
HOME STREET HOME - Sýningin
Ég & Gio Tirotto
Hafsteinn, eigandinn af Kartell búðinni & Gio Tirotto
Kartell búðin & uppáhalds fatabúðin okkar WOK! Þar er verið að selja hringana & hálsmenin hans Hafsteins
Hafsteinn & Gio Tirotto á Salone
Ég & Sonja á Salone sýningu sem Hafsteinn setti upp og hannaði fyrir Diego!
KV.
KS