Saturday, March 28, 2009

Vorið er komið

Það er allt alveg rosalega gott að frétta af okkur, erum að fara til Önnu sys og co eftir 9 daga! Víí ég er orðin svo spennt - verður ekkert smá gaman að knúsast í Tóta og Karitas. Þessi vika verður samt alveg pökkuð - Hafsteinn að fara að skila verkefni á mánudaginn og ég þarf að vera alveg rosalega dugleg í verkefninu mínu sem ég þarf að skila eftir páska. Væri nú gott að komast langt með það svo ég þurfi ekki að vinna mikið um páskana.
Svo er vorið komið - erum alveg að elska það að vakna við sól og fulgasöng - verður nú hálf furðulegt að fara yfir í snjóinn í SE - en það er bara gaman..
Set inn nokkrar myndir frá síðustu vikum.

Hádegismatur a la Hasteinn

Ein sátt!

Natascha, ég og Magdalena að fá okkur hressingu eftir skóla.

Allir að læra saman!

Ég og Natascha á leiðinni að hitta vini úr skólanum.


Strákarnir að syngja ísl.hittara

Stuð á bekkjarsystrum
Læt þetta duga!
KV. KS