Saturday, September 27, 2008

Innipúkar!

"Vinkona" okkar Haffa - sem var mjöög óheppin að lenda í flugnaspaðanum!

Við erum varla búin að fara útúr húsi síðan netið kom! Fórum að vísu í party í gær sem var mjög skemmtilegt. Gaman að sjá hvernig Italir skemmta sér, það t.d ekki til einfaldur drykkur hérna! Glasið er bara fyllt af víni og svo settir nokkrir dropar af gosi. :/ Í dag erum við bara búin að liggja í leti, horfa á þætti og vera stungin af helv. moskítóflugum! Aumingja Hafsteinn er allur út stunginn, meira að segja á nefinu. Haha!
Ég er alveg dottin inn í Nip Tuck - ekkert smá gott að vera með alla þessa þætti og myndir á flakkaranum sem við fengum frá Önnu,Stellu,Hönnu og Sinna. Búið að bjarga okkur, því við erum ekki mikið fyrir að horfa á talsettar myndir í tv-inu á kvöldin ;o) Þannig að takk aftur fyrir allt dótið..
Læt þetta duga í bili..
KS&HJ

Thursday, September 25, 2008

Ronaldhino



Má til með að setja inn að við erum búin að sjá "nágranna" okkar - Ronaldhino! Vorum á röltinu í dag eftir að hafa skoðað flotta kastalann og hverfið í kringum hann.. Keyrði ekki nema bara sjálfur Ronaldhino framhjá okkur á rosa flottum Porsch sportbíl, lagði svo bílnum og fór út. :o) Ekki leiðinlegt.
En af okkur er allt rosa gott að frétta. Erum loksins að fara að fá netið í fyrramálið - þannig að ég efast um að við gerum mikið á morgun annað en að netast. Förum svo reyndar annað kvöld í party til Guido.
Læt þetta duga í bili.
*KNÚS*

Wednesday, September 24, 2008

...

Við komum svo bara aftur heim seinnipartinn í gær - veðrið var ekki alveg að leika við okkur eins og við vildum við Gardavat. :o) En það var enga að síður mjööög gaman.. Löbbuðum um og skoðuðum og settumst svo niður á bekk við vatnið og borðuðum nesti.. Gaman að geta farið þangað og til Como þegar gestir koma - þetta er svo ódýrt. Kostaði fyrir okkur bæði báðar leiðir rétt rúmlega 4000.- Svo við eigum örugglega eftir að gera mikið af svona ferðum..
Við erum komin upp í skóla eins og svo oft til að komast á netið - en núna styttist í að við fáum okkar.. Ekki á morgun heldur hinn. Vííí..
Er að reyna að finna einhverja góða uppskrift af súpu, langar svo í eftir að ég talaði við mömmu í gær, hún var að elda svo góða.. Híhí..
En læt þetta duga í bili..
KNÚS
KS & HJ

Monday, September 22, 2008

Gardavatn













Það er bara allt frábært að frétta af okkur. Vorum á röltinu í dag, Hafsteinn var að sýna mér háskólasvæði sem er 5mín labb frá okkur.. Þar eru alveg fullt af kaffihúsum, matsölustöðum og súpermörkuðum, ekkert smá næs. Við sátum góða stund á einu kaffihúsinu - og komumst meira að segja á netið ;o) Hafsteinn ætlaði að vera svo góður og keypti ískaffi, hélt að það væri eins og á Íslandi eeeeeen nei! Þetta var alveg hræðilegt! Þetta var sem sagt ís, með kaffi útí og svo rjómaklessu ofaná! Úff.. alveg ekki fyrir okkar smekk. Við fórum svo og versluðum og þetta er ekkert smá fín, góð og ódýr búð! Erum svo ánægð.
Við vorum að koma heim - fórum á central station og keyptum okkur miða til Gardavatns - erum að fara þangað kl 09:05 í fyrramálið.. Úúú.. verður ekki leiðinlegt að komast aðeins í sólbað - vonandi bara að það verði gott veður.
Ætla að fara að sjóða egg og smyrja samlokur fyrir ferðina.. Heheh..
Kveð í bili.

Sunday, September 21, 2008

Turista



















Aftur náum við netinu hjá vitleysingnum fyrir neðan! Hehe! Vorum að klára að borða mexikanskar pönnukökur með grænmeti og kjúkkling. Ekkert smá gott! Fórum á föstudaginn í túristarútu um borgina - var rosa gaman! Gaman að sjá svona helstu hlutina í einni ferð. En við erum bara búin að vera í leti í dag, horfa á tv, sofa og hafa það gott! Fórum í gær að hitta íslendinga sem við kynntumst þegar við fengum tax codið, var bara rosa gaman! Ætlum að reyna að fara á morgun og kanna hvað kostar fyrir okkur að fara til Como, væri sko æðislegt að ferðast aðeins áður en Haffi byrjar í skólanum. Náði að misstíga mig í gær - fékk smá sár á hnéið! Týpísk ég! Hehe.. En annars allt gott af okkur.
Læt þetta duga í bili,
Knús og kossar frá Via Ernesto Breda!

Wednesday, September 17, 2008

Stelistel

Jæja.. Sit hérna á gólfinu heima - náði að fara inná eitthvað net í húsinu, örugglega hjá einhverjum á hæðinni f. neðan :o) Hehe.. Er búin að vera að læra og Hafsteinn fór út í búð að versla eitthvað í matinn. En allt rosa gott af okkur. Erum búin að fá að vita að Hafsteinn fær allavega 2 vikur í jólafrí, svo við komum heim um jólin. Það var mikill léttir að heyra það!

En knús og kossar til allra!
KS &HJ

RANDOM!





Í gær drifum við okkur í Intesa Sanpaolo til að stofna reikning svo við gætum klárað þetta blessaða netmál. Í bankanum gékk allt eftir óskum, og kortin okkar verða svo bara tilbúin eftir ca. viku. Eftir það fórum við í Fast-Web og létum stelpuna fá reikningsnúmerið okkar.(Gátum ekki klárað umsóknina þar fyrr en við vorum komin með bankareikning svo við gætum skuldfært af honum). Í þessu molli er svo líka Coop, búð sem Anna sys og Jósi versla alltaf í úti í Svíþjóð, svona ein með öllu! Á svona ca. 10 min náðum við að versla annsi vel, haldið þið ekki að við höfum lent á hjólaútsölu. Við keyptum tvö hjól, körfu, ljós og 2 bjöllur fyrir rúmlega 20.000.-!☺ Komum svo við í súpermarkaðnum á leiðinni heim og það var enginn smá munur að geta sett allt vatnið og það þunga í körfuna mína, svo tók Hafsteinn rest.
Í dag sitjum við svo í skólanum hans Haffa að netast – vel dösuð eftir að hafa hjólað þangað og í líka ágætis hita. En annars er sko bara allt gott að frétta. Erum líka komin með IT-GSM-símanúmer, 3395444499..
KNÚS OG KOSSAR,
HJ&KS
Settum

Monday, September 15, 2008

Vika liðin!!!



Þá er bara vika liðin og allt að smella saman. Fórum í morgun í íslenska sendiráðið til þess að redda ítölsku kennitölunni. Núna sitjum við í skólanum hans Haffa, að drekka kaffi og njóta þess að vera á netinu☺ Erum svo að fara í dag kl 16:00 í Fast-Web að redda netinu. Sonur þeirra sem leigir okkur íbúðina ætlar að fara með okkur, ekkert smá góður. Vonandi bara að allt gangi vel og við getum fenigð netið sem fyrst.
Fórum í gær í IKEA – völdum ekki beint besta daginn! Það var bara öll Italía þar saman komin. Á lestarstöðinni í hverfinu þar sem IKEA er kemur IKEA-rúta á ca.15mín fresti að sækja fólk.. Ekkert smá þægilegt.. Svo þegar við vorum búin að gæða okkur á frikkum og verlsa smá fórum við bara aftur í litlu IKEA-rútuna á lestarstöðina.. Svo þægilegt! En annars er bara allt gott að frétta af okkur, bara mikið að gera við að koma okkur fyrir, læra og hafa það gott.
Ætlum að reyna að hitta Guido um næstu helgi (Ítalskur vinur hans Haffa) og gera eitthvað saman. En erum svo að spá í að fara vikuna eftir á eitthvað flakk.. Kannski til Florens eða Feneyja. Ætlum að reyna að ferðast og skoða svolítið áður en Haffi byrjar í skólanum.
Læt þetta gott í bili.
Knús og kossar,
KS & HJ

Friday, September 12, 2008

Netkaffi

Allt gott ad fretta af okkur.. Erum bara ad bida eftir ad fa tax code (italska kt) og tha getum vid fengid netid, simanumer og bankareikning.
Sitjum herna a netkaffi i milano - buid ad vera frabaert vedur, en mikil rigning i dag og thrumuvedur. Sem er samt bara gott.. sma fri fra 30stiga hita ;)

En knus a alla, setjum inn myndir um leid og vid faum netid..
xoxo
Haffitas

Sunday, September 7, 2008

Boarding Milan, Malpensa.















Jæja - þá erum við komin í Leifstöð, búin að kveðja alla og ég verð að segja það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert... Mjög svo furðuleg tilfinning í mallakút núna.. Híhí..
En núna erum við bara að bíða eftir að fara inn í flugvélina - 27 stiga hiti í Milano og sól - ekki amalegt ;o) Hehe..
Knús og kossar og bless í bili..
P.s Linda ég lofa að vera dugleg að blogga og setja inn myndir ;)