Wednesday, September 17, 2008

RANDOM!





Í gær drifum við okkur í Intesa Sanpaolo til að stofna reikning svo við gætum klárað þetta blessaða netmál. Í bankanum gékk allt eftir óskum, og kortin okkar verða svo bara tilbúin eftir ca. viku. Eftir það fórum við í Fast-Web og létum stelpuna fá reikningsnúmerið okkar.(Gátum ekki klárað umsóknina þar fyrr en við vorum komin með bankareikning svo við gætum skuldfært af honum). Í þessu molli er svo líka Coop, búð sem Anna sys og Jósi versla alltaf í úti í Svíþjóð, svona ein með öllu! Á svona ca. 10 min náðum við að versla annsi vel, haldið þið ekki að við höfum lent á hjólaútsölu. Við keyptum tvö hjól, körfu, ljós og 2 bjöllur fyrir rúmlega 20.000.-!☺ Komum svo við í súpermarkaðnum á leiðinni heim og það var enginn smá munur að geta sett allt vatnið og það þunga í körfuna mína, svo tók Hafsteinn rest.
Í dag sitjum við svo í skólanum hans Haffa að netast – vel dösuð eftir að hafa hjólað þangað og í líka ágætis hita. En annars er sko bara allt gott að frétta. Erum líka komin með IT-GSM-símanúmer, 3395444499..
KNÚS OG KOSSAR,
HJ&KS
Settum