Monday, September 15, 2008

Vika liðin!!!



Þá er bara vika liðin og allt að smella saman. Fórum í morgun í íslenska sendiráðið til þess að redda ítölsku kennitölunni. Núna sitjum við í skólanum hans Haffa, að drekka kaffi og njóta þess að vera á netinu☺ Erum svo að fara í dag kl 16:00 í Fast-Web að redda netinu. Sonur þeirra sem leigir okkur íbúðina ætlar að fara með okkur, ekkert smá góður. Vonandi bara að allt gangi vel og við getum fenigð netið sem fyrst.
Fórum í gær í IKEA – völdum ekki beint besta daginn! Það var bara öll Italía þar saman komin. Á lestarstöðinni í hverfinu þar sem IKEA er kemur IKEA-rúta á ca.15mín fresti að sækja fólk.. Ekkert smá þægilegt.. Svo þegar við vorum búin að gæða okkur á frikkum og verlsa smá fórum við bara aftur í litlu IKEA-rútuna á lestarstöðina.. Svo þægilegt! En annars er bara allt gott að frétta af okkur, bara mikið að gera við að koma okkur fyrir, læra og hafa það gott.
Ætlum að reyna að hitta Guido um næstu helgi (Ítalskur vinur hans Haffa) og gera eitthvað saman. En erum svo að spá í að fara vikuna eftir á eitthvað flakk.. Kannski til Florens eða Feneyja. Ætlum að reyna að ferðast og skoða svolítið áður en Haffi byrjar í skólanum.
Læt þetta gott í bili.
Knús og kossar,
KS & HJ