Friday, December 19, 2008

Þá erum við bara að koma

Það var ekkert smá mikið að gera hjá okkur í gær. Fórum bæði í klippingu, í bæinn að kaupa skó á Hafstein og fluttum svo allt dótið okkar yfir í nýju íbúðina.. Nema reyndar hjólin! Svo við vonum bara að það verði í lagi að geyma þau hérna í 3 vikur.
Núna er ég bara að leggja lokahönd á þrif.. Hafsteinn er nefnilega í skólanum til 18:00 og þá ætlum við að fara yfir til Marco (leigusalans) og skila lyklunum. Hann kom áðan og fór að rugla með það að við þyrftum að borga næsta mánuð líka! En ónei.. Það ætlum við sko ekki að gera, við höfum ekki skrifað undir neinn samning svo við erum ekkert skyldug til þess, og þar að auki verðum við ekki hérna í næsta mánuði!
Við erum ekkert smá heppin að fá að gista hjá Rut&Heimi í nótt.. Þau eru alveg að bjarga okkur - ætluðum nefnilega að gista hérna í nótt og skila svo lyklunum á morgun.. En fyrst hann fór að rugla með eitthvað svona þá viljum við bara fara sem fyrst:)
En annars erum við bara orðin svo spennt .. London á morgun og svo Rvk á sunnudaginn! :) Víí..

En ég læt þetta duga í bili og sé ykkur á Íslandinu góða!
KS

Saturday, December 13, 2008

Afmælispartýið heppnaðist bara svo vel í gær fyrir utan nokkur smáatriði ... svo sem hrásykur í kökunni í staðin fyrir púðursykur og svo jagerleysið! :) En annars var bara svo notalegt hjá okkur. Sátum lengi lengi og sötruðum á hvítu og bjór - hættum meira að segja við að fara á Hot chip því það var svo gaman hjá okkur. Við vöknuðum svo bara mjög hress í morgun og fórum í bæinn. Hafsteinn var nefnilega svo óheppinn að brjóta umgjörðina á gleraugunum sínum um daginn - svo við fórum í dag og keyptum nýja. Við ákváðum að hvíla Paul Frank aðeins og fara yfir í Ray Ban..
Það er ekkert smá mikið sem við eigum eftir að gera áður en við komum heim. Hafsteinn er að fara í tvö próf í vikunni og svo skila nokkrum verkefnum. Ég á eftir að pakka öllu niður og þrífa alla íbúðina og koma svo dótinu í nýju íbúðina! Þetta verður stuð vika!:)
En ég læt þetta duga í bili.
KS

Ein af flotta traminu niðrí í bæ

Tuesday, December 9, 2008

10.12.08

Hann á afmæli í dag - hann á afmæli í dag - hann á afmæli hann Hafsteinn, hann á afmæli í dag!! Veyyyyyy... Já Hafsteinn Júlíusson er orðinn 24 ára!! Vúhúúú..
Set inn nokkrar myndir frá því í morgun.

Víí.. Snjór í Milano

Morgunmaturinn!

Hafsteinn með pakkann sinn
Ciao
KS

Monday, December 8, 2008

2 vikur í Ísland

Af okkur er allt rosalega gott að frétta tíminn líður bara alltof hratt sem er kannski bara fínt þessa dagana því við erum að koma heim eftir 12 daga;) Verður ekkert smá notalegt!
Hafsteinn á auðvitað afmæli á miðvikudaginn - verður 24 ára! Ætlum því að halda smá afmælispartý á föstudaginn og fara svo á Hot Chip. Við erum svo kannski að fara að fá nýja íbúð en það kemur allt í ljós á morgun, erum að fara að hitta leigusalann! Vonum bara það besta því þessi íbúð er alveg geggjuð!!! Ég er að hugsa um að fara í Interior design í IED skólanum. Er að sækja um í eins árs kúrs, þá tek ég sem sagt þrjár annir á einu ári. Ég myndi þá byrja 20 janúar og klára 20 des á næsta ári. En þá erum við Hafsteinn akkúrat í sumarfríi á sama tíma frá 1-31 ágúst. Svo get ég bara byrjað á annari önn á öðru ári. Ekkert smá spennandi.. :)
Helgin var ekkert smá notaleg.. Ég og Kata fórum í smá bæjarferð á föstudaginn og hittum svo Hafstein, Ester og Óla í aperativo um kvödið. ( þá kaupiru einn drykk og getur borðað eins og þú vilt af réttunum sem hafa verið í boði yfir daginn - rosalega sniðugt fyrir fátæka námsmenn). Á laugardaginn fórum við svo í afmæli og eftir það fórum við skvísurnar heim til Esterar og Óla í drykk á meðan strákarnir fóru að hitta eitthvað fólk úr skólanum hans Haffa. Við enduðum svo bara á því að sofa á sófanum hjá þeim. Í gær vorum við svo bara heima í notalegheitum að horfa á bíómyndir og hafa það gott. Í dag er svo einhver frídagur á Ítalíu, og það var ekki slæmt að geta sofið út einn dag í viðbót...
Læt þetta duga í bili..

Kata, ég, Markús(afmælisbarnið) og Ester.

Verið að setja jólaljós á stóra jólatréð við Duomo.

Allt að verða jólalegt í bænum.