Monday, December 8, 2008

2 vikur í Ísland

Af okkur er allt rosalega gott að frétta tíminn líður bara alltof hratt sem er kannski bara fínt þessa dagana því við erum að koma heim eftir 12 daga;) Verður ekkert smá notalegt!
Hafsteinn á auðvitað afmæli á miðvikudaginn - verður 24 ára! Ætlum því að halda smá afmælispartý á föstudaginn og fara svo á Hot Chip. Við erum svo kannski að fara að fá nýja íbúð en það kemur allt í ljós á morgun, erum að fara að hitta leigusalann! Vonum bara það besta því þessi íbúð er alveg geggjuð!!! Ég er að hugsa um að fara í Interior design í IED skólanum. Er að sækja um í eins árs kúrs, þá tek ég sem sagt þrjár annir á einu ári. Ég myndi þá byrja 20 janúar og klára 20 des á næsta ári. En þá erum við Hafsteinn akkúrat í sumarfríi á sama tíma frá 1-31 ágúst. Svo get ég bara byrjað á annari önn á öðru ári. Ekkert smá spennandi.. :)
Helgin var ekkert smá notaleg.. Ég og Kata fórum í smá bæjarferð á föstudaginn og hittum svo Hafstein, Ester og Óla í aperativo um kvödið. ( þá kaupiru einn drykk og getur borðað eins og þú vilt af réttunum sem hafa verið í boði yfir daginn - rosalega sniðugt fyrir fátæka námsmenn). Á laugardaginn fórum við svo í afmæli og eftir það fórum við skvísurnar heim til Esterar og Óla í drykk á meðan strákarnir fóru að hitta eitthvað fólk úr skólanum hans Haffa. Við enduðum svo bara á því að sofa á sófanum hjá þeim. Í gær vorum við svo bara heima í notalegheitum að horfa á bíómyndir og hafa það gott. Í dag er svo einhver frídagur á Ítalíu, og það var ekki slæmt að geta sofið út einn dag í viðbót...
Læt þetta duga í bili..

Kata, ég, Markús(afmælisbarnið) og Ester.

Verið að setja jólaljós á stóra jólatréð við Duomo.

Allt að verða jólalegt í bænum.