Thursday, November 27, 2008

Jólasnjór

Vííí.. Það er ekkert smá jólalegt hjá okkur núna! :) Vöknuðum klukkan 07:00 og þá var bara allt í snjó og það snjóar enn... Ekkert smá notalegt að vera inni núna hlusta á jólalög, skrifa jólakort og borða mandarínur og piparkökur!
Við ætlum að gera margt um helgina.. Erum að fara í matarboð í kvöld til stráks sem er með Hafsteini í bekk, það verður ekkert smá gaman að hitta vini hans og kærustur. Svo munum við nú örugglega gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum á laugardaginn! Á sunnudaginn ætlum við svo að baka eitthvað gott og fara svo í bæinn. Allt að verða svo jólalegt í bænum, jólaljós útum allt.. Verður æðislegt að fá sér kakó með rjóma og hlusta á sígaunana spila jólalög! ;)
En annars er allt rosalega gott að frétta af okkur, mikið að gera hjá Hafsteini í skólanum. Hann er að vinna í fimm verkefnum núna! Svo hann er farinn rétt rúmlega átta og er yfirleitt að koma heim rétt um 19:00. Við erum bara orðin rosalega spennt að koma heim, ekki nema þrjár vikur í okkur.. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða! En ég læt þetta duga í bili.
Ciao
KS