Helgin aldeilis búin að vera yndisleg :) Kiktum aðeins út á föstudeginum með krökkunum og svo fengum við hljómsveitina Hjaltalín og Steinþór í sleepover á laugardeginum. Þau eru sem sagt á tónleikaferðalagi um Evrópu. Í gær héldum við Hafsteinn því uppá daginn okkar og fórum á Armani Nobu. Þar er sko klárlega besti matur sem við höfum smakkað, fenguð humarrétt í forrétt svo var það naut í teríakísósú og svo súkkulaði og kaffi í desert! Hafsteinn var síðan svo smekklegur og notaði tækifærið á fimm ára afmælinu okkar og gaf mér þennan æðislega hring! Vííí.. Við erum sem sagt búin að trúlofa okkur! :)
Hérna koma nokkrar myndir frá helginni og gærkvöldinu!
Fólk að fá sér kaffisopa fyrir brottför
Í kuldanum á leiðinni út að borða!
Súkkulaðið góða!
Við í lyftunni heima eftir frábært kvöld! Læt þetta duga í bili.
KS
|