Friday, November 21, 2008

Besta vöruhönnunin

Þá erum við komin heim eftir æðislega ferð til Toscana. Ætluðum að vera í eina nótt í viðbót til að vera yfir "afmælið" okkar en ákváðum síðan að vera bara heima og fara frekar eitthvað gott út að borða. Til að gera langa sögu stutta þá var þessi ferð hreint út sagt æðisleg! Við borðuðum furðulegan - en góðan mat og kynntumst fullt af skemmtilegu fólki. Á miðvikudeginum var okkur boðið út að borða með stjórn IDEA - var ekkert smá skemmtilegt. Fengum fimm rétta málið og það er sko alveg greinilegt að það er aspas-uppskera því allir réttirnir voru með aspasi:) Við sátum með engum öðrum en forstjóra FLOS á borði en það er eitt flottasta ljósafyrirtækið í bransanum. Hann var ekkert smá heillaður af okkur Íslendingunum (vorum fyrstu ísl. sem hann hitti), lét okkur meira að segja syngja lag á íslensku fyrir framan rúmlega 30 manns! Jiii við vorum eins og hálfvitar.. Svo á fimmtudeginum var aftur svona flottur matur með öllu fólkinu og eftir hann fórum við í salinn sem kynningarnar voru haldnar. Hafsteinn var alveg lang flottastur - næstum eins og hann hafi aldrei gert annað en að tala uppá sviði. Svoo var náttúrulega ekki leiðinlegt að enda kvöldið á að fá verðlaun! Já - Hafsteinn var valinn besti vöruhönnuðurinn á sýningunni sem er ekki slæmt:) En það var sem sagt veitt verðlaun fyrir besta/u, vöruhönnunina,margmiðlun og grafík. Er ekkert smá stolt af honum - fékk alveg gæsahúð þegar nafið hans var kallað upp!
En læt þetta duga - set nokkrar myndir með.

Iðnhönnuður,FLOS-gaurinn & HJ

Ég hjá verkinu hans HJ

Við að fara að borða!

Komin á kynninguna

HJ að taka á móti verðlaununum!

HJ með verðlaunin!

Króatinn,HJ&Franska stelpan