Thursday, November 27, 2008

Jólasnjór

Vííí.. Það er ekkert smá jólalegt hjá okkur núna! :) Vöknuðum klukkan 07:00 og þá var bara allt í snjó og það snjóar enn... Ekkert smá notalegt að vera inni núna hlusta á jólalög, skrifa jólakort og borða mandarínur og piparkökur!
Við ætlum að gera margt um helgina.. Erum að fara í matarboð í kvöld til stráks sem er með Hafsteini í bekk, það verður ekkert smá gaman að hitta vini hans og kærustur. Svo munum við nú örugglega gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum á laugardaginn! Á sunnudaginn ætlum við svo að baka eitthvað gott og fara svo í bæinn. Allt að verða svo jólalegt í bænum, jólaljós útum allt.. Verður æðislegt að fá sér kakó með rjóma og hlusta á sígaunana spila jólalög! ;)
En annars er allt rosalega gott að frétta af okkur, mikið að gera hjá Hafsteini í skólanum. Hann er að vinna í fimm verkefnum núna! Svo hann er farinn rétt rúmlega átta og er yfirleitt að koma heim rétt um 19:00. Við erum bara orðin rosalega spennt að koma heim, ekki nema þrjár vikur í okkur.. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða! En ég læt þetta duga í bili.
Ciao
KS

Sunday, November 23, 2008

23 NÓVEMBER!

Helgin aldeilis búin að vera yndisleg :) Kiktum aðeins út á föstudeginum með krökkunum og svo fengum við hljómsveitina Hjaltalín og Steinþór í sleepover á laugardeginum. Þau eru sem sagt á tónleikaferðalagi um Evrópu. Í gær héldum við Hafsteinn því uppá daginn okkar og fórum á Armani Nobu. Þar er sko klárlega besti matur sem við höfum smakkað, fenguð humarrétt í forrétt svo var það naut í teríakísósú og svo súkkulaði og kaffi í desert! Hafsteinn var síðan svo smekklegur og notaði tækifærið á fimm ára afmælinu okkar og gaf mér þennan æðislega hring! Vííí.. Við erum sem sagt búin að trúlofa okkur! :)
Hérna koma nokkrar myndir frá helginni og gærkvöldinu!

Fólk að fá sér kaffisopa fyrir brottför

Í kuldanum á leiðinni út að borða!

Súkkulaðið góða!

Við í lyftunni heima eftir frábært kvöld!
Læt þetta duga í bili.
KS

Friday, November 21, 2008

Besta vöruhönnunin

Þá erum við komin heim eftir æðislega ferð til Toscana. Ætluðum að vera í eina nótt í viðbót til að vera yfir "afmælið" okkar en ákváðum síðan að vera bara heima og fara frekar eitthvað gott út að borða. Til að gera langa sögu stutta þá var þessi ferð hreint út sagt æðisleg! Við borðuðum furðulegan - en góðan mat og kynntumst fullt af skemmtilegu fólki. Á miðvikudeginum var okkur boðið út að borða með stjórn IDEA - var ekkert smá skemmtilegt. Fengum fimm rétta málið og það er sko alveg greinilegt að það er aspas-uppskera því allir réttirnir voru með aspasi:) Við sátum með engum öðrum en forstjóra FLOS á borði en það er eitt flottasta ljósafyrirtækið í bransanum. Hann var ekkert smá heillaður af okkur Íslendingunum (vorum fyrstu ísl. sem hann hitti), lét okkur meira að segja syngja lag á íslensku fyrir framan rúmlega 30 manns! Jiii við vorum eins og hálfvitar.. Svo á fimmtudeginum var aftur svona flottur matur með öllu fólkinu og eftir hann fórum við í salinn sem kynningarnar voru haldnar. Hafsteinn var alveg lang flottastur - næstum eins og hann hafi aldrei gert annað en að tala uppá sviði. Svoo var náttúrulega ekki leiðinlegt að enda kvöldið á að fá verðlaun! Já - Hafsteinn var valinn besti vöruhönnuðurinn á sýningunni sem er ekki slæmt:) En það var sem sagt veitt verðlaun fyrir besta/u, vöruhönnunina,margmiðlun og grafík. Er ekkert smá stolt af honum - fékk alveg gæsahúð þegar nafið hans var kallað upp!
En læt þetta duga - set nokkrar myndir með.

Iðnhönnuður,FLOS-gaurinn & HJ

Ég hjá verkinu hans HJ

Við að fara að borða!

Komin á kynninguna

HJ að taka á móti verðlaununum!

HJ með verðlaunin!

Króatinn,HJ&Franska stelpan

Monday, November 17, 2008

Sviss

Helgin var ansi skemmtileg hjá okkur. Elduðum á laugardeginum kalkúnabringur með Kötu,Ester,Óla og Stebba heima hjá Stebba&Kötu.. Borðuðum alveg yfir okkur af góðgæti - því svo var Ester búin að gera þessa glæsilegu eplaköku í desert! Mmm heit eplakaka með ís er nú bara eitt það besta! :) Ég er því komin með uppskrift af alveg æðislegri eplaköku sem ég ætla sko að gera þegar við komum heim um jólin!
Á sunnudeginum fórum við svo með Stebba&Kötu til Sviss, var alveg ótrúlega gaman! Keyrðum í rosalega fallegu veðri og gátum því skoðað marg og mikið á leiðinni og þar á meðan fallegu Alpana. Þegar við komum svo til Sviss voru allir orðnir svo svangir að auðvitað var stoppað á Mc´donalds og smakkaður "svissneskur-borgari" og hann fékk sko 10 í einkunn! Eftir það fórum við svo í moll sem er með outlet af öllum flottustu og dýrustu merkjunum, auðvitað keyptum við ekki neitt en maður getur látið sig dreyma! :)
Núna er ég bara að bíða eftir að Hafsteinn komi heim úr skólanum því við erum svo að fara að kaupa miðana til Toscana, verðum að ljúka því af því við erum að fara á miðvikudaginn! Vííí.. Erum bæði orðin svoo spennt. Erum líka að spá í að bæta eins og einni nóttu við því við eigum 5 ára "afmæli" á laugardaginn - ekki leiðinlegt að eyða deginum saman í Toscana.
Kvöldmaturinn á laugardaginn og eplakakan!

Við á leiðinni til Sviss - Að taka bensín!
Verð að fara að klára matinn!
KS

Friday, November 14, 2008

...

Jiiii hvað það var gaman hjá okkur stelpunum í gær, maður er bara alveg með hana á heilanum eftir þessa tónleika. Eitthvað svo venjuleg og sæt og svoo skemmtilegt að horfa á hana syngja - voru reyndar mjög stuttir tónleikar. Var rétt farin að dilla mér og dansa smá eftir að hafa verið slegin niður af brjáluðum Ítala og þá bara kom síðasta lagið. Eftir tónleikana fórum við heim til Rutar&Heimis, þar voru strákarnir í chilli eftir að hafa spilað fótbolta - og tapað gegn Serbum!;)
Ekki hægt að segja annað en að kvöldið hafið verið fullkomið!
Setti nokkrar myndir með!

Rut&Ester

Kata&ég

Skvísan sjálf!

...

Monday, November 10, 2008

Duffy

IKEA varð fyrir valinu í gær - mér til mikillar ánægju! Það var nú samt ekki mikið keypt, bara svona það helsta, jólakort, ilmkerti, servéttur og piparkökur svo eitthvað sé nefnt:)
Ég byrjaði auðvitað strax í morgun að skrifa nokkur jólakort - gat bara ekki beðið.. Þó svo ég hafi stolist til þess þá verða piparkökurnar geymdar uppá skáp þar til 30 nóv!

Við stelpurarn erum að fara á Duffy-tónleika næsta fimmtudag - eef það er ekki orðið uppselt! Ætlaði að fara í bæinn í dag að kaupa miða en þá þurfti þetta lestarverkfall að skella á. En ég ætla rétt að vona að miðarnir verði ekki búnir á morgun því við erum búnar að plana svo æðislegt fimmtudags-skvísukvöld! :)

Ciao
KS

Saturday, November 8, 2008

Sabato

Núna sitjum við Hafsteinn með rauðvín og kertaljós að horfa á dagsrkána á RÚV eftir að hafa aldeilis skemmt okkur vel í gær! Strákarnir skelltu sér í fótbolta á meðan við skvísurnar fórum og fengum okkur kínverskan, og svo hittumst við öll heima hjá Ester & Óla og sungum með gítar og tilheyrandi fram eftir morgni. Jáá það er sko ekki hægt að segja annað en að við séum bara að hafa það gott þrátt fyrir alla geðveikina heima!

Á morgun ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í IKEA eða til Sviss! Er ekki alveg komið í ljós hvort verður fyrir valinu en það kemur allt í ljós á morgun. Er alveg orðin mjög spennt að fara í IKEA að kaupa piparkökur, ilmkerti, seríu og eitthvað smotterí til þess að gera fínt hérna í aðventuni - eru ekki nema 20 dagar í að hún byrji. Hef nú bara aldrei vitað tímann líða jafn hratt og hérna úti! Við verðum bara komin heim áður en við vitum af! :)

Svo þarf maður að fara að huga að jólagjafaföndri - því ekki verða þær nú margar jólagjafirnar í ár! Ég er bara mikið farin að hlakka til að setjast niður með kertaljós og jólalög og föndra og skrifa jólakortin! Verður aldeilis notó!

Ein frá kvöldinu í gær - til að sýna stuðið!

Jæja - ætla að halda áfram að horfa á tv-ið!
KS

Monday, November 3, 2008

San Siro ....

Jæja þá er helgin búin og næsta vika tekin við!
Það er alveg hægt að segja að við séum búin að hafa það gott um helgina. Byrjuðum á því að fara í matarboð til Stebba&Kötu á föstudeginum sem endaði þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en 19:00 á laugardeginum! Jamm og jáá... Við sem sagt gistum öll hjá þeim - vöknuðum og fengum okkur að borða og horfðum svo á leikinn. Eftir leikinn fóru allir heim í sturtu og ný föt og hittust svo allir aftur rúmlega 21:00 á Jubin - æðislegum kínastað. Vorum svo bara komin mjög snemma heim sökum þreytu.
Í gær ætluðum við svo öll saman á NC-Milan - Napoli! Allir mættir á San Siro um 19:00 í svaka stuði - eeeen neiii.. Miðasölukerfið var eitthvað bilað svo við komumst ekki á leikinn! Váá hvað það var fúlt!

En í staðin fyrir að hafa ekki komist á leikinn þá keypti Hafsteinn trefla fyrir okkur svo við verðum örugglega alveg lang flottust þegar við komumst loksins á leik ;) Ætlum kannski að reyna að fara á fimmtudaginn ef það verður ekki mikið hjá Hafsteini í skólanum.


Ein úr matarboðinu skemmtilega.
Læt þetta duga í bili!
KS