Á morgun ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í IKEA eða til Sviss! Er ekki alveg komið í ljós hvort verður fyrir valinu en það kemur allt í ljós á morgun. Er alveg orðin mjög spennt að fara í IKEA að kaupa piparkökur, ilmkerti, seríu og eitthvað smotterí til þess að gera fínt hérna í aðventuni - eru ekki nema 20 dagar í að hún byrji. Hef nú bara aldrei vitað tímann líða jafn hratt og hérna úti! Við verðum bara komin heim áður en við vitum af! :)
Svo þarf maður að fara að huga að jólagjafaföndri - því ekki verða þær nú margar jólagjafirnar í ár! Ég er bara mikið farin að hlakka til að setjast niður með kertaljós og jólalög og föndra og skrifa jólakortin! Verður aldeilis notó!
Ein frá kvöldinu í gær - til að sýna stuðið!
Jæja - ætla að halda áfram að horfa á tv-ið!
KS
|