Saturday, February 28, 2009

SWEDEN

Það er allt alveg rosalega gott að frétta af okkur fyrir utan netleysið! Erum alveg að verða klikkuð á þessu - en það er víst ekki hægt að þræta við þessa ítölsku-fastwebvitleysinga.
Það er ekkert smá mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum - önnin hjá Hafsteini að klárast svo hann er á fullu í að skila lokaverkefnum núna. Ég er að vinna í 3 stórum verkefnum sem ég er að fara að skila um miðjan mars - svo við gerum lítið annað en að vera að læra þessa dagana.
Við erum búin að ákveða það að fara til Önnu sys og co um páskana - verður ekkert smá notalegt. Ætlum sem sagt að fara 9 apríl og vera til 14! Verðum nú bara að fara og kveðja staðinn því svo eru þau að flytja heim í sumar til Vestmannaeyja! :)

Það er búið að vera alveg yndislegt veður síðustu daga - alveg greinilegt að það er farið að vora hjá okkur. Erum alveg farin að hlakka til að fá sumarið og sólina og geta farið í garðana með nesti og haft það notó.
-Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en set nokkrar myndir með af íbúðinni.





Ciao,
KS

Wednesday, February 4, 2009

Buonasera!

Jiii ég verð aldeilis að fara að taka mig á!
Af okkur er allt rosalega gott að frétta - æðislegt að vera komin aftur út til Milano:) Ég byrjaði svo í IED eftir að við komum út og er í alveg frábærum bekk! Meira að segja svo heppin að hafa eina yndislega ísl. konu með með í bekk - svo gott að geta talað smá ísl. yfir daginn og hjálpast að.:) Það er alveg nóg að gera bæði hjá mér og Hafsteini í skólanum! Ég er strax farin að vinna í verkefnum og fyrirlestrum sem þarf að skila á næstu vikum! Bara gaman að hafa svona mikið að gera eftir að hafa verið nánast að "hanga" fyrir jól :o)
Við erum ekkert smá ánægð í nýju íbúðinni - 1 mín fyrir mig í skólann, svo er Hafsteinn svo heppinn að bekkjarfélagi hans býr hérna í næstu götu svo hann fær yfirleitt far í og úr skóla! :) Við erum svo bara að bíða eftir netinu okkar, þurftum sem sagt að segja upp netinu í gömlu íbúðinni og sækja aftur um!!! Hehehe.. Ekkert smá fyndið.. En við fáum nú vonandi netið í næstu viku.
Ætla að koma mér í lærdómsgírinn
Salve,
Karitas