Saturday, February 28, 2009

SWEDEN

Það er allt alveg rosalega gott að frétta af okkur fyrir utan netleysið! Erum alveg að verða klikkuð á þessu - en það er víst ekki hægt að þræta við þessa ítölsku-fastwebvitleysinga.
Það er ekkert smá mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum - önnin hjá Hafsteini að klárast svo hann er á fullu í að skila lokaverkefnum núna. Ég er að vinna í 3 stórum verkefnum sem ég er að fara að skila um miðjan mars - svo við gerum lítið annað en að vera að læra þessa dagana.
Við erum búin að ákveða það að fara til Önnu sys og co um páskana - verður ekkert smá notalegt. Ætlum sem sagt að fara 9 apríl og vera til 14! Verðum nú bara að fara og kveðja staðinn því svo eru þau að flytja heim í sumar til Vestmannaeyja! :)

Það er búið að vera alveg yndislegt veður síðustu daga - alveg greinilegt að það er farið að vora hjá okkur. Erum alveg farin að hlakka til að fá sumarið og sólina og geta farið í garðana með nesti og haft það notó.
-Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en set nokkrar myndir með af íbúðinni.





Ciao,
KS