Wednesday, October 29, 2008

Dachshund!

Þá er "Haffinn" byrjaður í skólanum og lýst bara alveg rosalega vel á sig! Strax komin verkefni hjá honum og allt brjálað að gera.
Það er sko greinilega farið að hausta hérna hjá okkur, bara rigning og 12-15 stiga hiti næstu daga! En við höfum það bara svo gott þrátt fyrir það að sólin sé ekki að skýna - enda er bara gott að fá tilbreytingu..
Við erum að fara í Halloweenpartý á föstudaginn, voða spennandi. Ætlum því að hitta Rut&Heimi niðrí bæ í dag eða á morgun til að klára flottu búningana okkar! Voða leyndó í gangi - een það koma myndir eftir helgi!
Ætlum svo líka að reyna að kikja í IKEA um helgina. Maður verður nú að eignast eitthvað smá jóladót til að komast í gírinn áður en við komum heim til Íslands! Er nú samt nú þegar að komast í smá! Er nefnilega búin að vera að háma í mig mandarínur og stelast til að hlusta á nokkur ....... - BOBBBOBBOBB!

Ég/við erum alveg búin að finna drauma hundinn okkar hérna úti! :) Er alveg orðin sjúúúk - samt hef ég nú aldrei verið mikil hundakona en þeir eru bara svo ótrúlega sætir og lúðalegir! Verð að setja inn tvær myndir til að sýna ykkur.

Ohh.. Svo mikið krútt!

Svona verður hann "stór" :)
En læt þetta duga í bili - kveðja úr rigningunni!
KS

Sunday, October 26, 2008

Titill

Þá er helgin að klárast og við búin að skemmta okkur konunglega! Fórum út að borða á föstudaginn á æðislegan kínverskan stað með nokkrum íslenskum krökkum. Eftir að hafa troðið í okkur sushi, kínarúllum og allskonar kjúkklingaréttum þá var ferðinni heitið á íslendingahitting! Jább rosa stuð.
Laugardagurinn fór því bara í að hafa það notalegt heima að horfa á bíómyndir og borða pizzu. Í dag ætlum við að fara aðeins á ferðina, ýmisslegt sem Hafsteinn þarf að kaupa fyrir skólann.


Ein mynd af góða matnum!

En læt þetta duga í bili..
KS

Sunday, October 19, 2008

Vel heppnað matarboð!

Það gékk æðislega vel hérna hjá okkur í gær! Ítölunum fannst maturinn rosalega góður - meira að segja slátrið og sviðasultan! Vorum hérna hjá okkur til ca. 22:30 og fórum svo í annað party.

Ætlum bara að hafa það notó í dag og njóta þess að vera saman í fríi því svo byrjar skólinn hjá Hafsteini í næstu viku.


Flottu snitturnar mínar!


Allir sem voru í köflóttu!


Við skvísurnar að spjalla.

Læt þetta duga í bili.
KS

Saturday, October 18, 2008

Matarboð

í kvöld erum við að fara að halda fyrsta boðið okkar hérna í Milano! Erum sem sagt að fá íslenska parið sem við kynntumst Rut og Heimi, Guido og 3 vini hans. Svo það verður aldeilis stuð hjá okkur í kvöld! Á boðstólnum verður íslenskur matur sem Magga og mamma sendu okkur.
* Lax+sósa
* Rúgbrauð+síld
* Harðfiskur+ísl.smjör
* Slátur
* Sviðasulta
* Skonsur með ýmsu áleggi
* Flatkökur+hangikjöt
* Ísl.nammi og kaffi

Já það verður gaman að sjá svipinn á ítölsku krökkunum þegar þau smakka þetta! Haha.. Get ekki beðið..
En annars er bara allt ágætt að frétta - fórum í gær á sýningu á vinnustofu Achille Castiglioni, var ekkert smá gaman. Dóttir hans fer með manni um allt og segir manni frá öllum verkunum hans en hann lést fyrir 4 árum síðan.
Fyrir áhugasama þá getið þið skoðað heimasíðuna hans hérna http://www.achillecastiglioni.it/


Vinnustofan hans!

Vinnustofan - mjög stór!

Læt þetta duga í bili - læt svo vita hvernig matarboðið gékk!
KV. KS

Tuesday, October 14, 2008

Þá erum við bara aftur orðin tvö!

Núna eru Magga og Júllarnir farin og svona hálf tómlegt allt hérna hjá okkur.:) Þetta er búin að vera alveg æðisleg vika hérna með þeim og við búin að hafa það svo gott saman.
Fórum svo með þau á Central station um kl 09:30 í morgun og kvöddum þau.

Eftir það fórum við og skoðuðum hverfi sem heitir Navigli. Þar eru víst fullt af mörkuðum síðasta sunnudaginn í hverjum mánuði;) Verð að kikja þangað einn daginn - þ.e.a.s á sunnudegi! Við löbbuðum svo bara um í rólegheitunum og borðuðum svo nesti í einum garðinum hérna niðrí bæ.

Kveð að sinni,
KS

Geðveikur bíll! Það er mött áferð á honum..


Mmm.. Geggjað ískaffi!


Haffi með pizzuna sína!


Drauma bílinn okkar!;)

Sunday, October 12, 2008

Lasarus!

Þá erum við búin að kaupa farið heim um jólin:) Komum heim 21 des og förum svo aftur 11 janúar! Náum rosa góðu fríi - vonum bara að fólk verið ekki komið með ógeð af okkur! Haha..
Magga og Júllarnir eru búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudaginn - og eru að fara núna á þriðjudaginn! Búið að vera alltof fljótt að líða, en erum sko búin að hafa það alveg geggjað saman! Fórum út að borða í gær hérna í hverfinu okkar, Magga og Júlli áttu 23 ára brúðkaupsafmæli og dugði ekkert annað en fimm rétta máltið að hætti Rússa;) ALVEG ÆÐISLEGA GOTT! Reyndar þurftum við að láta okkur hverfa áður en desertinn kom því við vorum orðin svo ótrúlega södd..

Í dag vaknaði ég með eitthvað helv. í hálsinum! Versnaði svo í dag og er komin með rúmlega 38 stiga hita, beinverki og hálsbólgu. Var samt alveg ótrúlega skemmtilegur dagur fyrir utan þennan óþvera! Byrjuðum á að fara að skoða rosa fínt Sædýrasafn.. Júlla jr. fannst það sko ekki leiðinlegt. Fórum svo í kastalagarðinn með ís og fínerí og sátum þar í daggóða stund.. Hittum svo Alberto og borðuðum með honum kvöldmat!
- Sem sagt búinn að vera langur dagur hjá okkur!

Komst loksins í samband við Hörpu í kvöld á skype, var sko mikið og margt að tala um;) - alveg elska að geta talað við alla í mynd:o) Manni finnst maður bara sitja fyrir framan manneskjuna!

En er farin í háttinn..
KS





Við úti að borða með Alberto.

Friday, October 10, 2008

Gaman gaman

Búið að vera alveg ótrúlega gaman síðan Magga og Júllarnir komu.. Erum búin að skoða, borða og njóta þess að vera hérna saman.
Júllarnir fóru í dag í klippingu hjá rakaranum í húsinu okkar, fórum svo á hönnunarsafn og fengum okkur svo að borða þar, ætlum svo á annað á morgunn. Á sunnudaginn ætlum við svo að taka bíl á leigu og fara til landamæri Sviss í sund og spa! Það verður alveg ótrúlega gaman..

Kveðja frá öllum.


Tuesday, October 7, 2008

Takk Rússar!

Guð sé lof að evran er komin í 130, erum barasta ekki búin að versla í matinn síðustu daga! Ekkert smá gott að eiga góðan frysti á svona dögum! ;) Haha..
En Magga, Júlli og Júlli jr eru að koma til okkar á morgun - verður alveg ótrúlega gaman.. Ætlum sko að gera mikið og margt.

En ætla að fara að baka bananabrauð fyrir ferðalanganna!

Kveð að sinni,
KS

Saturday, October 4, 2008

Áfram Fjölnir!!!


Vorum að klára að borða rosa góðar skonsur og túnfisksalat sem ég gerði, er alveg orðin skonsumeistari eftir þetta eina skipti! :) Erum því södd og sæl að horfa á bikarleikinn.

Vorum mjög róleg í gær - horfðum á Mamma mia og fórum svo bara snemma að sofa! Ætlum að kikja aðeins út eftir leikinn og hafa það gott í góða veðrinu..

Ætla að halda áfram að horfa á leikinn - svo spennandi!
ÁFRAM FJÖLNIR!!!!!

Knús,
KS***

Friday, October 3, 2008

Ofn og allar græjur!








Það er bara búið að vera mikið að gera hjá okkur þessa vikuna! Fórum í IKEA á mánudaginn og keyptum ýmislegt sem vantaði. Dýnu í gestaherbergið, sængur, kodda, lök, blóm, borð og margt fleira! Fórum svo heim með lestinni og fólki fannst MJÖG skemmtilegt að horfa á okkur! Enda vorum við eins og hálfvitar með tvær fullar töskur, dýnu og litla kerru sem var troðin af dóti. Á þriðjudeginum fórum við svo í Coop og keyptum okkur ofn! Það vantaði alveg hjá okkur, enda núna erum við líka komin með almennilegt heimili! Hægt að baka og gera góða rétti í ofninum! ;) Á miðvikudaginn sváfum við aðeins yfir okkur, ætluðum að vera komin til Duomo til að kaupa mánaðarkort í lestarnar svona um 09:00 - en við sváfum að til að verða 10! Þutum af stað og þegar við vorum nánast komin áttuðum við okkur á því að við höfðum gleymt skólavottorðinu hans Hafsteins, vorum ekki alveg vöknuð. Þannig að þessi ferð fór því bara í að skoða og hafa gaman í bænum. Í gær fórum við svo aftur til Duomo og keyptum okkur lestarkortin! Ég fékk mitt strax - en Hafsteinn þarf að bíða í 15 daga eftir að fá sitt. Fær það svo miklu ódýrara því hann er í skóla! Við vorum sem sagt í rúmlega 3 tíma í þessu stússi. Vorum svo bara niðrí í bæ og fórum svo út að borða með Guido. Hann fór með okkur á alveg ekta ítalskan stað sem hjón reka. Við byrjuðum á að fá þrjár tegundir af ostum, svo kom laukur og þystilhjörtu sem höfðu legið í einhverju, svo kom bakki með einhverju kjöti - svo kaffi í eftirrétt! Við vorum um 4 tíma að borða! Ótrúlega skemmtilegt að smakka þennan sérstaka mat!
Ætlum svo að taka helgina rólega og undirbúa komu Möggu, Júlla og Júlla litla en þau koma næsta miðvikudag. Verður svo gaman! :)

Hafsteinn var að gera fyrir okkur svo girnilegar samlokur í nýja ofninum! Svo ég verð að hætta.. Haha!

Knús og kossar**
KS