Þá er helgin að klárast og við búin að skemmta okkur konunglega! Fórum út að borða á föstudaginn á æðislegan kínverskan stað með nokkrum íslenskum krökkum. Eftir að hafa troðið í okkur sushi, kínarúllum og allskonar kjúkklingaréttum þá var ferðinni heitið á íslendingahitting! Jább rosa stuð.
Laugardagurinn fór því bara í að hafa það notalegt heima að horfa á bíómyndir og borða pizzu. Í dag ætlum við að fara aðeins á ferðina, ýmisslegt sem Hafsteinn þarf að kaupa fyrir skólann.

Ein mynd af góða matnum!
En læt þetta duga í bili..
KS
|