Sunday, June 28, 2009

..Þá eru mamma og pabbi farin eftir alveg yndislega og ógleymanlega viku! :) Enn og aftur takk fyrir okkur og þennan æðislega tíma sem við erum búin að njóta saman <3 Hérna koma nokkrar myndir frá ferðinni.

Fyrsta kvöldið - Pizza pizza :)

Á leið í bæinn

Cinque Terre

Bílinn sem við tókum á leigu ;) Híhí..

Cinque Terra - Monterosso

...


Fórum á uppáhalds staðinn/barinn okkar Haffa!

Mamma og pabbi sætust!!

Bakaríið okkar! :)

Á röltinu í hverfinu okkar.

Síðasta kvöldið - kjúllaréttur :)
Takk fyrir samveruna :) **
Ciao,
Karitas

Monday, June 8, 2009

Jæja..... Það er sko aldeilis mikið búið að gerast síðan síðast!
Elsku Andri og Linda voru að gifta sig 06.06.09 - vorum SVO leið að geta ekki komið í brúðkaupið. Þetta var víst alveg yndislegur dagur og frábær veisla að sögn tengdó :)

Enn og aftur til hamingju! **

En af okkur er allt rosalega gott að frétta! Mamma og pabbi að koma eftir akkúrat tvær vikur!! Erum orðin svo spennt! Svo ætla Harpa og Danni að reyna að koma vikuna eftir það og svo koma nýbökuðu brúðhjónin Ágústa Rut og Svava til okkar 18 júlí! Svo skemmtilegur tími framundan.
Annars er hitinn og sumarið bara að fara vel í okkur - moskítóflugurnar eru bara að láta okkur vera núna sem er bara gott! Hafsteinn er búinn að fara í tvö atvinnuviðtöl í vikunni fyrir internship og leyst bara mjög vel á. Honum var boðið staf á báðum stöðum en hann á eftir að fara á fleiri viðtöl og svo er það er bara að vanda valið og vona að hann fái svo að halda áfram eftir að internshipið klárst.
Læt þetta duga í bili.
KV. Karitas