Thursday, January 7, 2010

Gleðilegt nýtt ár - og takk fyrir það gamla!!

Jæja nú jæja! Það er sko aldeilis mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. En hérna kemur smá uppfærsla frá því helsta:

Harpa og Danni komu til okkar 5 júli & stoppuðu í 4 daga. Það var ekkert smá skemmtilegur tími sem við áttum saman í að elda & borða góðan mat, drekka vín & bjór & randa um borgina í góða veðrinu.
Andri, Linda, Ágústa Rut & Svava komu svo til okkar 18 júlí og stoppuðu í viku. Þetta var alveg yndisleg vika sem við nýttum í sundferðir, garðana, labb um borgina, að borða góðan mat & hafa það notalegt saman.
Við komum svo heim til Íslands 26 júlí & stoppuðum til 1 september. Ísland er auðvitað alltaf best & það var alveg unaðslegt að koma heim kæla sig aðeins niður & hitta fjölskyldu & vini!
Sindri Páll kom svo til okkar 1 október & stoppaði í 4 daga.. Vinirnir nutu þess mikið að labba um Milano & þræða listasöfnin, við borðuðum svo auðvitað frábæran mat eins & alltaf & höfðum það svo gott öll saman.
Í 7 október fengum við svo hressa heimsókn frá Eysteini & Gumma! Það var nú aldeilis fjör hjá okkur & komu búðirnar í Milano aldeilis vel við sögu. Þeir fóru svo heim til Íslands 12 október með tómar buddur & auka ferðatösku! :)
Eftir þetta var allt brjálað að gera í skóla & vinnu & við að pakka niður öllu því við ákváðum að skipta um íbúð.
Hérna koma nokkrar myndir:

Hafsteinn,ég,Harpa&Danni á leið á tjúttið!

Við að kæla okkur niður með ís!

Ágústa Rut Monroe :)

Hafsteinn, Sindri & ég fórum í aperativo..

Bræðurnir saman!
Læt þetta duga í bili.. Kem svo með myndir frá jólum og áramótunum fljótt!!!
KS