Sunday, October 12, 2008

Lasarus!

Þá erum við búin að kaupa farið heim um jólin:) Komum heim 21 des og förum svo aftur 11 janúar! Náum rosa góðu fríi - vonum bara að fólk verið ekki komið með ógeð af okkur! Haha..
Magga og Júllarnir eru búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudaginn - og eru að fara núna á þriðjudaginn! Búið að vera alltof fljótt að líða, en erum sko búin að hafa það alveg geggjað saman! Fórum út að borða í gær hérna í hverfinu okkar, Magga og Júlli áttu 23 ára brúðkaupsafmæli og dugði ekkert annað en fimm rétta máltið að hætti Rússa;) ALVEG ÆÐISLEGA GOTT! Reyndar þurftum við að láta okkur hverfa áður en desertinn kom því við vorum orðin svo ótrúlega södd..

Í dag vaknaði ég með eitthvað helv. í hálsinum! Versnaði svo í dag og er komin með rúmlega 38 stiga hita, beinverki og hálsbólgu. Var samt alveg ótrúlega skemmtilegur dagur fyrir utan þennan óþvera! Byrjuðum á að fara að skoða rosa fínt Sædýrasafn.. Júlla jr. fannst það sko ekki leiðinlegt. Fórum svo í kastalagarðinn með ís og fínerí og sátum þar í daggóða stund.. Hittum svo Alberto og borðuðum með honum kvöldmat!
- Sem sagt búinn að vera langur dagur hjá okkur!

Komst loksins í samband við Hörpu í kvöld á skype, var sko mikið og margt að tala um;) - alveg elska að geta talað við alla í mynd:o) Manni finnst maður bara sitja fyrir framan manneskjuna!

En er farin í háttinn..
KS





Við úti að borða með Alberto.