Friday, October 3, 2008

Ofn og allar græjur!








Það er bara búið að vera mikið að gera hjá okkur þessa vikuna! Fórum í IKEA á mánudaginn og keyptum ýmislegt sem vantaði. Dýnu í gestaherbergið, sængur, kodda, lök, blóm, borð og margt fleira! Fórum svo heim með lestinni og fólki fannst MJÖG skemmtilegt að horfa á okkur! Enda vorum við eins og hálfvitar með tvær fullar töskur, dýnu og litla kerru sem var troðin af dóti. Á þriðjudeginum fórum við svo í Coop og keyptum okkur ofn! Það vantaði alveg hjá okkur, enda núna erum við líka komin með almennilegt heimili! Hægt að baka og gera góða rétti í ofninum! ;) Á miðvikudaginn sváfum við aðeins yfir okkur, ætluðum að vera komin til Duomo til að kaupa mánaðarkort í lestarnar svona um 09:00 - en við sváfum að til að verða 10! Þutum af stað og þegar við vorum nánast komin áttuðum við okkur á því að við höfðum gleymt skólavottorðinu hans Hafsteins, vorum ekki alveg vöknuð. Þannig að þessi ferð fór því bara í að skoða og hafa gaman í bænum. Í gær fórum við svo aftur til Duomo og keyptum okkur lestarkortin! Ég fékk mitt strax - en Hafsteinn þarf að bíða í 15 daga eftir að fá sitt. Fær það svo miklu ódýrara því hann er í skóla! Við vorum sem sagt í rúmlega 3 tíma í þessu stússi. Vorum svo bara niðrí í bæ og fórum svo út að borða með Guido. Hann fór með okkur á alveg ekta ítalskan stað sem hjón reka. Við byrjuðum á að fá þrjár tegundir af ostum, svo kom laukur og þystilhjörtu sem höfðu legið í einhverju, svo kom bakki með einhverju kjöti - svo kaffi í eftirrétt! Við vorum um 4 tíma að borða! Ótrúlega skemmtilegt að smakka þennan sérstaka mat!
Ætlum svo að taka helgina rólega og undirbúa komu Möggu, Júlla og Júlla litla en þau koma næsta miðvikudag. Verður svo gaman! :)

Hafsteinn var að gera fyrir okkur svo girnilegar samlokur í nýja ofninum! Svo ég verð að hætta.. Haha!

Knús og kossar**
KS