Það er alveg hægt að segja að við séum búin að hafa það gott um helgina. Byrjuðum á því að fara í matarboð til Stebba&Kötu á föstudeginum sem endaði þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en 19:00 á laugardeginum! Jamm og jáá... Við sem sagt gistum öll hjá þeim - vöknuðum og fengum okkur að borða og horfðum svo á leikinn. Eftir leikinn fóru allir heim í sturtu og ný föt og hittust svo allir aftur rúmlega 21:00 á Jubin - æðislegum kínastað. Vorum svo bara komin mjög snemma heim sökum þreytu.
Í gær ætluðum við svo öll saman á NC-Milan - Napoli! Allir mættir á San Siro um 19:00 í svaka stuði - eeeen neiii.. Miðasölukerfið var eitthvað bilað svo við komumst ekki á leikinn! Váá hvað það var fúlt!
En í staðin fyrir að hafa ekki komist á leikinn þá keypti Hafsteinn trefla fyrir okkur svo við verðum örugglega alveg lang flottust þegar við komumst loksins á leik ;) Ætlum kannski að reyna að fara á fimmtudaginn ef það verður ekki mikið hjá Hafsteini í skólanum.
Ein úr matarboðinu skemmtilega.
Læt þetta duga í bili!
KS
|