Friday, December 19, 2008

Þá erum við bara að koma

Það var ekkert smá mikið að gera hjá okkur í gær. Fórum bæði í klippingu, í bæinn að kaupa skó á Hafstein og fluttum svo allt dótið okkar yfir í nýju íbúðina.. Nema reyndar hjólin! Svo við vonum bara að það verði í lagi að geyma þau hérna í 3 vikur.
Núna er ég bara að leggja lokahönd á þrif.. Hafsteinn er nefnilega í skólanum til 18:00 og þá ætlum við að fara yfir til Marco (leigusalans) og skila lyklunum. Hann kom áðan og fór að rugla með það að við þyrftum að borga næsta mánuð líka! En ónei.. Það ætlum við sko ekki að gera, við höfum ekki skrifað undir neinn samning svo við erum ekkert skyldug til þess, og þar að auki verðum við ekki hérna í næsta mánuði!
Við erum ekkert smá heppin að fá að gista hjá Rut&Heimi í nótt.. Þau eru alveg að bjarga okkur - ætluðum nefnilega að gista hérna í nótt og skila svo lyklunum á morgun.. En fyrst hann fór að rugla með eitthvað svona þá viljum við bara fara sem fyrst:)
En annars erum við bara orðin svo spennt .. London á morgun og svo Rvk á sunnudaginn! :) Víí..

En ég læt þetta duga í bili og sé ykkur á Íslandinu góða!
KS