Saturday, December 13, 2008

Afmælispartýið heppnaðist bara svo vel í gær fyrir utan nokkur smáatriði ... svo sem hrásykur í kökunni í staðin fyrir púðursykur og svo jagerleysið! :) En annars var bara svo notalegt hjá okkur. Sátum lengi lengi og sötruðum á hvítu og bjór - hættum meira að segja við að fara á Hot chip því það var svo gaman hjá okkur. Við vöknuðum svo bara mjög hress í morgun og fórum í bæinn. Hafsteinn var nefnilega svo óheppinn að brjóta umgjörðina á gleraugunum sínum um daginn - svo við fórum í dag og keyptum nýja. Við ákváðum að hvíla Paul Frank aðeins og fara yfir í Ray Ban..
Það er ekkert smá mikið sem við eigum eftir að gera áður en við komum heim. Hafsteinn er að fara í tvö próf í vikunni og svo skila nokkrum verkefnum. Ég á eftir að pakka öllu niður og þrífa alla íbúðina og koma svo dótinu í nýju íbúðina! Þetta verður stuð vika!:)
En ég læt þetta duga í bili.
KS

Ein af flotta traminu niðrí í bæ