Monday, September 22, 2008

Gardavatn













Það er bara allt frábært að frétta af okkur. Vorum á röltinu í dag, Hafsteinn var að sýna mér háskólasvæði sem er 5mín labb frá okkur.. Þar eru alveg fullt af kaffihúsum, matsölustöðum og súpermörkuðum, ekkert smá næs. Við sátum góða stund á einu kaffihúsinu - og komumst meira að segja á netið ;o) Hafsteinn ætlaði að vera svo góður og keypti ískaffi, hélt að það væri eins og á Íslandi eeeeeen nei! Þetta var alveg hræðilegt! Þetta var sem sagt ís, með kaffi útí og svo rjómaklessu ofaná! Úff.. alveg ekki fyrir okkar smekk. Við fórum svo og versluðum og þetta er ekkert smá fín, góð og ódýr búð! Erum svo ánægð.
Við vorum að koma heim - fórum á central station og keyptum okkur miða til Gardavatns - erum að fara þangað kl 09:05 í fyrramálið.. Úúú.. verður ekki leiðinlegt að komast aðeins í sólbað - vonandi bara að það verði gott veður.
Ætla að fara að sjóða egg og smyrja samlokur fyrir ferðina.. Heheh..
Kveð í bili.